Sá yðar sem syndlaus er ...

Hann ríður ekki við einteyming góðviljinn, guðsástin og kærleiksþorstinn hjá kennimönnum þjóðkirkjunnar. Nú hafa þeir fundið sig knúna til að ráðast með offorsi á einn af stallbræðrum sínum fyrir hans ranga kenningu.  Hann er syndugur og hlaðin pestarkaunum samkynhneigðar og sódómisma.  Hann er forsvarsmaður þess hluta mannkynsins sem hlýtur að vera bókaður helvítismatur.

Ég man ekki betur en hér á árum áður hafi kirkjan sem stuðningsaðili hinna ríku og ráðandi bent fátækum og þurfandi á að þeir skyldu ekki örvænta því þeirra biði himnaríkisvist að loknu þeirra ömurlegu jarðlífi. Fannst prestum þá ekki þörf á að líkna hinum þjáðu og vansælu, hungruðu og þyrstu, veiku og vesælu.  Þeirra laun yrðu margföld og biðu handan móðunnar miklu.

En því vilja þá ekki þessir sömu fulltrúar kennivalds og þjóðkirkju ekki að hynir syndugu og spilltu, saurlifnaðarmenn og sódómistar, guðlastarar og helvítisdýrkendur fái þá sömu fyrirgreiðslu. Það er að þeim verði launað með helvítisvist og hreinsunareldi ásamt með eilífri kvöl og pínslum eftir að þeir fara yfir landamærin endanlegu. Af herju liggur þeim allt í einu svo á að refsa hinum óguðlegu.  Af hverju má refsingin ekki bíða eins og umbunin hér áður sem hingað til. Spyr sá sem ekki veit og ekki skilur hinn kennimannlega kærleika og rétthugsunarháttinn þeirra syndlausu.

Auðvitað á að gifta samkynhneigða án athugasemda eins og annað fólk. 

Ef það er ekki hægt þá legg ég til að þeir hinir sömu pokaprestar sem því eru andvígir geri svo vel og sanni að kynhegðun þeirra sé alltaf í samræmi við hið biblíulega rétta(???). Það er þegar þeir eru búnir að semja það kynferðislega ritúal sem hæfir kristnum og kynvísum pörum þjóðkirkjunnar.  Síðan sanni þeir með vitnaleiðslum, við strangar yfirheyrslur í anda  hins kristilega rannsóknarréttar að kynhegðun þeirra sé kristileg, fýsnalaus, kennimannleg  fyrirmyndarkynhegðun án losta og löngunar.  Apð ekki sé verið að makast til ánægju eða finna sér skemmtan eða leita  tilbreytingar og örvunar á tilgangslausu kynlífi.   Sem telja verður saurlífi ímynda ég mér enda ekki guðlærður né sérlega trúaður á hið  dómharða og "réttsýna" guð sem þessir  dáindismenn befala almenningi til notkunar á tyllidögum.

Annars er magnað að lesa alla guðsástina sem skín út úr lýsingu séra Hjartar Magna Jóhannssonar,  í Fréttablaðinu í dag, á samskiptum hans við stéttarbræður hans í kristi.

Að öðru leyti er veðrið sæmilegt og spáin góð og sem fæstir vonandi á leið til himnaríkis þegar svo vel lítur út með framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Karlsson
Sigtryggur Karlsson
Áhugamaður um pólitík, matargerð, bókmenntir og fótbolta með meiru. Stundar skapandi skrif, myndgerð og annað uppbyggilegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband