24.5.2007 | 17:30
Knattstjórnin
Jæja það fór þá svona, mínir menn töpuðu fyrir Mílan í leik sem hefði getað fallið á hvorn veginn sem var. En núna féll það Mínan-megin og svo sem ekkert við því að segja. Gott hjá mínum að komast í úrslitaleikinn og maður getur svo sem verið sáttur.
Hélvíti finnst mér að þetta sumar hafi verið stutt. Komið haust og ég hefi alveg misst af sumrinu, því miður. Sumir vilja segja að það séu bara tvær árstíðir á þessu landi, vor og haust. En hvað sem því líður þá er vor í pólitikinni og verður gaman að fylgjast með hvernig sumrar.
Á þeirri fjögurra ára pólitísku ári sem hver ríkistjórn fær ef vel árar eru fjórar árstíðir. Og nú er vor. Vonandi sér stjórnin (les. Samfylkingin) til þess að vel sumri í velferðarkerfinu og haustið og veturinn verði mild. Þó búastmegi við hretum annað slagið sérstaklega þegsr haustar og vetur sest að þá er það í höndum ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vel ári og allir geti unað glaðari við sitt en áður.
Að lokum vil ég leggja til að undinn verði bráður bugur að því að kanna hvort ekki er hægt komast inn í Evrópusambandið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.