Þingvallastjórnin

Margt flýgur um huga þegar búið er að mynda nýja ríkistjórn.  Auðvitað hefur maður áhyggjur af málefnasáttmála hinnar nýju stjórnar.  Það lítur út fyrir að ansi miklu hafi verið til kostað af málefnum Samfylkingarinnar í þessum samningi. Á hitt verður samt að líta að ekki var við neinn aukvisa að eiga þar sem fór stærsti og öflugasti stjórnmálaflokkur landsins.

Það er líka spurning hvort ISG og félagar hafi haft efni á að láta brotna til mergjar í þessum samningum.  Það var svo sem ekki mikið tilhlökkunarefni að fara í stjórn með fótalausri framsókn og kverúlantagengi VG sem ég þekki frá fyrri tíð að þola ekki lýðræðislegar niðurstöður ef þær eru þeim ekki að skapi. Það var einmitt ástæða þess að Steingrímur J gat ekki verið með í að mynda breiðfylkingu vinstri manna.  Hann gat ekki fellt sig við þann yfirgnæfandi meirihluta Alþýðubandalagsmanna sem það vildu og fór ásamt íhaldsöflunum innan þess flokks í sína eiðimerkurgöngu.

Hann er að vísu staddur í vin skammvinnrar alþýðuhylli en þegar þar að kemur að hann þarf að halda göngu sinni áfram mun fljótt kortast um fylgilið og mun hann að lokum eigra einn  á sinni pólitísku feigðargöngu.

Ég á ekki von á málefnalegri stjórnarandstöðu frá VG og framsókn.  Til þess er framsóknarliðið of laskað og sært og VG hefur sýnt það á þessum fáu dögum eftir kosningar að sannleikurinn og málefnin eru ekki líf þeirra heldur frekar skapadómur.  Steingrímur J er búinn að reyna að segja þjóðinnni að það sem hann sagði eftir kosningar hafi hann aldrei sagt heldur eitthvað annað sem enginn hefur heyrt.  Hann hefur líka tjáð sig um sáttmála hinnar nýju stjórnar og passar að minnast ekki á málefni heldur er uppi með brigsl og slagorðaglamur.

Ef mig brestur ekki minni þá talaði Steingrímur J um það í kosningabaráttunni að hann vildi ræða málefni en ekki menn eða einstök afmörkuð mál sem vörðuðu einstaklinga eða fyrirtæki.  Nú er annar uppi og það allt gleymt eins og svo mrgt annað frá skemmri stundu. 

Auðvitað er málefnasamningur nýrrar stjórnar manni ekki allur að skapi. En bjóst einhver við því hvort sem hann var sjálfstæðismaður eða samfylkingarmaður.  Varla.  Og augljóst var og er orðið að stjórnarandstaðan er ekki hamingjusöm í áhrifa- og taktleysi sínu. 

Steingrími J fer vel að vera hrópandinn í eyðimörkinni.  Þeir hrópendur eru venjulega boðendur heimsslita og helvítisvistar. Hóta mannkind pínslum og hörmungum ef þeir bæta ekki sitt ráð. Hrópandinn er ekki alltaf sá vinur er til vamms segir en vill þó venjulega vel.  En hann kann engin önnur ráð en hótanir og brigsl í bland við loforð um himnaríkisvist.  Sann leikurinn verður honum sjaldan til trafala og telur hann öll vopn og ráð leyfileg til að ná mönnum til himnaríkis.  Öll munum við þá dásamlegu himnaríkissælu sem gamli góði Sovétfasisminn bjó þegnum sínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum bara vona að þessi stjórnarandstaða verði ögn málefnalegri en sú sem samfylkingin iðkaði. Það var ekki merkileg pólítík.

söv

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Karlsson
Sigtryggur Karlsson
Áhugamaður um pólitík, matargerð, bókmenntir og fótbolta með meiru. Stundar skapandi skrif, myndgerð og annað uppbyggilegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband