Þingvallastjórnin.

það er eftirtektarvert að engir nema forustumenn VG skilja atburðarás síðustu daga á þann veg að allir nema Steingrímur og Jón Sig hafi svindlað og leikið tveim skjöldum. Ég veit með sanni að úr VG voru á fullu fyrir kosningar og svo strax eftir kosningar og að "þreifa" á öllum sem það vildu og voruþað bæði Sjálfstæðis- og samfylkingarmenn ásamt með framsóknarmönnum. 

Þegar Steingrímur og hans lið var búið að þreifa duglega töldu þeir stöðuna vera þessa: Sjálfstæðismenn vilja frekar fara í stjórn með VG en Samfylkingu.  Óhætt mundi því vera að hjóla í framsóknarmenn og koma því svo fyrir að þeir treystust ekki í samstarf með VG og Sf. Þar með töldu þeir að þegar núverandi stjórnarsamstarf brysti væru þeir næstir í stjórnarsængina.

En skarpskyggni VG og pólitískt mat var rangt. Þeir töldu að illska nokkurra fótgönguliða í garð ISG væri nóg til að Sjallarnir teldu Sf ekki stjórntæka.  Geirharður var aftur á móti ekki í þessum hjólförum enda ekki í sama "armi" og Dabbastrákarnir og taldi sig ekki eiga neinna sérstakra harma að hefna á ISG. Því stendur það eftir að pólitiskt nef Steingríms spámanns og Ögga var að lykta af öfugum enda Sjallanna og því fór sem fór.

Þegar menn gera slík mistök og sýna slíkt jafnvægisleysiþá er von að menn spurji.  Er mönnum treystandi fyrir landstjórninni sem ekki eru læsari á umhverfi sitt en þetta. Gera auka-atriði að aðalatriðum og halda að aukapersónur sögunnar séu þær sem að lokum sagan snýst um.  Nei ég held að þeir kompánar Spámaðurinn og hans menn hafi gert þau mistök sem lengi verða í minnum höfð.

Hvað stjórnarmyndunina varðar þá held ég að jafnræði verði með flokkunum hvað áherslur og málefni varðar. Staða ISG  í þessum viðræðum er mjög sterk vegna þess að ef upp úr slitnar er frumkvæðið úr höndum sjálfstæðismanna og ISG verðu þá sá aðili sem fær næst umboð til myndunar stjórnar.  Því verða sjallarnir að slá verulega af og koma til móts við Sf í þeim málum sem Sf leggur áherslu á.  Auðvitað verður Sf líka að slá af en samningstaða Sf og ISG ef góð og því ætti að geta komið upp á borðið sterk og öflug velferðarstjórn með áherslu á frjálslyndi og öflugt efnahagslíf.  Auðvitað er innganga í Evrópusambandið lykillinn að velferðinni og bættu umhverfi atvinnuvegann og efnhagslífsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Karlsson
Sigtryggur Karlsson
Áhugamaður um pólitík, matargerð, bókmenntir og fótbolta með meiru. Stundar skapandi skrif, myndgerð og annað uppbyggilegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband