Maí-stjórnin

Áðan var þetta ömurlega lið C$$$$$ að vinaa FA bikarinn.  Ekki það að mér er nokkurnvegin sama hvort liðið vann þennan leik - þannig séð.  En manu er samt öllu skemmtilegra lið ef á heildina er litið og Mótorkjafturinn óþolandi persóna.

En að öðrum málum sem skipta meira máli en þessi leikur. Það er fæðing nýrrar ríkisstjórnar sem mun að öllum líkindum fæðast í maí og ætti því að fá þetta fallaega nafn Maí-stjórnin. Ef af fæðingunni verður má reikna með að þessi stjórn verði ein hin öflugasta og atorkumesta í sögunni. Í krafti mikils meirihluta og með öflugum félagshyggjuviðhorfum ætti hún að geta breytt miklu í lifi aldraðra, öryrkja, barna og fjölskyldna, skólafólks og síðast en ekki síst ef hún ber gæfu til að koma okkur inn í Evrópusambandið.

Að koma Íslandi inn í Evrópusambandið er líklega brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar á síðari tímum. Hagkerfið allt líður fyrir krónuna, skuldugir launþegar kikna undir oki ofurvaxta og einokunnar og krónan er að setja sjávarútveginn í verulega kreppu.  Innganga í Evrópusambandið verður að komast á dagskrá þessarar ríkistjórnar og það sem fyrst. Forstokkuð viðhorf Davíðs Oddsonar og hans manna eru víkandi í Sjálfstæðisflokknum og framsækin og vitræn afstaða annarra sjálfstæðismanna í Evrópumálunum eiga nú vaxxandi fylgi að fagna.  Sem betur fer.

Þó brýnt sé að huga að almennum velferðarmálum þá blikna þau í samanburði við þetta hagsmunamál alþýðu- og atvinnuvega þessa lands.  Vonandi tekt Maí - stjórninni tilvonandi að vinna það mál og leiða til lykta.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Karlsson
Sigtryggur Karlsson
Áhugamaður um pólitík, matargerð, bókmenntir og fótbolta með meiru. Stundar skapandi skrif, myndgerð og annað uppbyggilegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband