6.6.2007 | 21:23
Hvað sem er ...
Það er ekki ástæða til að örvænta þó illa gangi einhverstaðar einhverntíma af einhverjum ástæðum sem enginn getur áttað sig á af hverju eru svona en ekki öðruvísi en einmitt svona eða hvað?
Það ef til vill hugmynd að hætta bara að vera með og taka þátt en vera ekki að ergja sig á niðurstöðunni eins og hún er einmitt núna þegar allt virðist vera að fara í bullandi mínus einhverra hluta vegna.
Hugsanlega mætti reka einhvern einhversstaðar og/eða jafnvel einhverja enda hefur enginn staðið sig sérlega vel uppá síðkastið nema ef ver skyldi einn sem ekki er ástæða til að nefna síðan hann var kysstur í beinni af aðdáanda númer eitt.
En ef á að halda áfram þá er náttúrulega að bíta í rendurnar, naga rendurnar, éta rendurnar og gjarðajárnið þangað til menn fara að skíta keðjum eins V. Linna sagði um árið þegar hann var að lýsa vetrarstríðinu, sem tapaðist með lágmarksmun ef ég man rétt sem ekki er hægt að reiða sig á að svo komnu máli, enda man ég ekki til að ég muni yfirleitt neitt nema það sem síðast gerðist og það var ekki gott, satt að segja.
Og nú hefur spáin versnað til muna frá því síðast og get ég ekki séð að birti upp á næstunni því miður sem betur fer.
6.6.2007 | 17:18
Sá yðar sem syndlaus er ...
Hann ríður ekki við einteyming góðviljinn, guðsástin og kærleiksþorstinn hjá kennimönnum þjóðkirkjunnar. Nú hafa þeir fundið sig knúna til að ráðast með offorsi á einn af stallbræðrum sínum fyrir hans ranga kenningu. Hann er syndugur og hlaðin pestarkaunum samkynhneigðar og sódómisma. Hann er forsvarsmaður þess hluta mannkynsins sem hlýtur að vera bókaður helvítismatur.
Ég man ekki betur en hér á árum áður hafi kirkjan sem stuðningsaðili hinna ríku og ráðandi bent fátækum og þurfandi á að þeir skyldu ekki örvænta því þeirra biði himnaríkisvist að loknu þeirra ömurlegu jarðlífi. Fannst prestum þá ekki þörf á að líkna hinum þjáðu og vansælu, hungruðu og þyrstu, veiku og vesælu. Þeirra laun yrðu margföld og biðu handan móðunnar miklu.
En því vilja þá ekki þessir sömu fulltrúar kennivalds og þjóðkirkju ekki að hynir syndugu og spilltu, saurlifnaðarmenn og sódómistar, guðlastarar og helvítisdýrkendur fái þá sömu fyrirgreiðslu. Það er að þeim verði launað með helvítisvist og hreinsunareldi ásamt með eilífri kvöl og pínslum eftir að þeir fara yfir landamærin endanlegu. Af herju liggur þeim allt í einu svo á að refsa hinum óguðlegu. Af hverju má refsingin ekki bíða eins og umbunin hér áður sem hingað til. Spyr sá sem ekki veit og ekki skilur hinn kennimannlega kærleika og rétthugsunarháttinn þeirra syndlausu.
Auðvitað á að gifta samkynhneigða án athugasemda eins og annað fólk.
Ef það er ekki hægt þá legg ég til að þeir hinir sömu pokaprestar sem því eru andvígir geri svo vel og sanni að kynhegðun þeirra sé alltaf í samræmi við hið biblíulega rétta(???). Það er þegar þeir eru búnir að semja það kynferðislega ritúal sem hæfir kristnum og kynvísum pörum þjóðkirkjunnar. Síðan sanni þeir með vitnaleiðslum, við strangar yfirheyrslur í anda hins kristilega rannsóknarréttar að kynhegðun þeirra sé kristileg, fýsnalaus, kennimannleg fyrirmyndarkynhegðun án losta og löngunar. Apð ekki sé verið að makast til ánægju eða finna sér skemmtan eða leita tilbreytingar og örvunar á tilgangslausu kynlífi. Sem telja verður saurlífi ímynda ég mér enda ekki guðlærður né sérlega trúaður á hið dómharða og "réttsýna" guð sem þessir dáindismenn befala almenningi til notkunar á tyllidögum.
Annars er magnað að lesa alla guðsástina sem skín út úr lýsingu séra Hjartar Magna Jóhannssonar, í Fréttablaðinu í dag, á samskiptum hans við stéttarbræður hans í kristi.
Að öðru leyti er veðrið sæmilegt og spáin góð og sem fæstir vonandi á leið til himnaríkis þegar svo vel lítur út með framtíðina.
24.5.2007 | 17:30
Knattstjórnin
Jæja það fór þá svona, mínir menn töpuðu fyrir Mílan í leik sem hefði getað fallið á hvorn veginn sem var. En núna féll það Mínan-megin og svo sem ekkert við því að segja. Gott hjá mínum að komast í úrslitaleikinn og maður getur svo sem verið sáttur.
Hélvíti finnst mér að þetta sumar hafi verið stutt. Komið haust og ég hefi alveg misst af sumrinu, því miður. Sumir vilja segja að það séu bara tvær árstíðir á þessu landi, vor og haust. En hvað sem því líður þá er vor í pólitikinni og verður gaman að fylgjast með hvernig sumrar.
Á þeirri fjögurra ára pólitísku ári sem hver ríkistjórn fær ef vel árar eru fjórar árstíðir. Og nú er vor. Vonandi sér stjórnin (les. Samfylkingin) til þess að vel sumri í velferðarkerfinu og haustið og veturinn verði mild. Þó búastmegi við hretum annað slagið sérstaklega þegsr haustar og vetur sest að þá er það í höndum ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vel ári og allir geti unað glaðari við sitt en áður.
Að lokum vil ég leggja til að undinn verði bráður bugur að því að kanna hvort ekki er hægt komast inn í Evrópusambandið.
23.5.2007 | 18:06
Andstjórnin
23.5.2007 | 14:20
Þingvallastjórnin
Margt flýgur um huga þegar búið er að mynda nýja ríkistjórn. Auðvitað hefur maður áhyggjur af málefnasáttmála hinnar nýju stjórnar. Það lítur út fyrir að ansi miklu hafi verið til kostað af málefnum Samfylkingarinnar í þessum samningi. Á hitt verður samt að líta að ekki var við neinn aukvisa að eiga þar sem fór stærsti og öflugasti stjórnmálaflokkur landsins.
Það er líka spurning hvort ISG og félagar hafi haft efni á að láta brotna til mergjar í þessum samningum. Það var svo sem ekki mikið tilhlökkunarefni að fara í stjórn með fótalausri framsókn og kverúlantagengi VG sem ég þekki frá fyrri tíð að þola ekki lýðræðislegar niðurstöður ef þær eru þeim ekki að skapi. Það var einmitt ástæða þess að Steingrímur J gat ekki verið með í að mynda breiðfylkingu vinstri manna. Hann gat ekki fellt sig við þann yfirgnæfandi meirihluta Alþýðubandalagsmanna sem það vildu og fór ásamt íhaldsöflunum innan þess flokks í sína eiðimerkurgöngu.
Hann er að vísu staddur í vin skammvinnrar alþýðuhylli en þegar þar að kemur að hann þarf að halda göngu sinni áfram mun fljótt kortast um fylgilið og mun hann að lokum eigra einn á sinni pólitísku feigðargöngu.
Ég á ekki von á málefnalegri stjórnarandstöðu frá VG og framsókn. Til þess er framsóknarliðið of laskað og sært og VG hefur sýnt það á þessum fáu dögum eftir kosningar að sannleikurinn og málefnin eru ekki líf þeirra heldur frekar skapadómur. Steingrímur J er búinn að reyna að segja þjóðinnni að það sem hann sagði eftir kosningar hafi hann aldrei sagt heldur eitthvað annað sem enginn hefur heyrt. Hann hefur líka tjáð sig um sáttmála hinnar nýju stjórnar og passar að minnast ekki á málefni heldur er uppi með brigsl og slagorðaglamur.
Ef mig brestur ekki minni þá talaði Steingrímur J um það í kosningabaráttunni að hann vildi ræða málefni en ekki menn eða einstök afmörkuð mál sem vörðuðu einstaklinga eða fyrirtæki. Nú er annar uppi og það allt gleymt eins og svo mrgt annað frá skemmri stundu.
Auðvitað er málefnasamningur nýrrar stjórnar manni ekki allur að skapi. En bjóst einhver við því hvort sem hann var sjálfstæðismaður eða samfylkingarmaður. Varla. Og augljóst var og er orðið að stjórnarandstaðan er ekki hamingjusöm í áhrifa- og taktleysi sínu.
Steingrími J fer vel að vera hrópandinn í eyðimörkinni. Þeir hrópendur eru venjulega boðendur heimsslita og helvítisvistar. Hóta mannkind pínslum og hörmungum ef þeir bæta ekki sitt ráð. Hrópandinn er ekki alltaf sá vinur er til vamms segir en vill þó venjulega vel. En hann kann engin önnur ráð en hótanir og brigsl í bland við loforð um himnaríkisvist. Sann leikurinn verður honum sjaldan til trafala og telur hann öll vopn og ráð leyfileg til að ná mönnum til himnaríkis. Öll munum við þá dásamlegu himnaríkissælu sem gamli góði Sovétfasisminn bjó þegnum sínum
20.5.2007 | 15:24
Þingvallastjórnin.
það er eftirtektarvert að engir nema forustumenn VG skilja atburðarás síðustu daga á þann veg að allir nema Steingrímur og Jón Sig hafi svindlað og leikið tveim skjöldum. Ég veit með sanni að úr VG voru á fullu fyrir kosningar og svo strax eftir kosningar og að "þreifa" á öllum sem það vildu og voruþað bæði Sjálfstæðis- og samfylkingarmenn ásamt með framsóknarmönnum.
Þegar Steingrímur og hans lið var búið að þreifa duglega töldu þeir stöðuna vera þessa: Sjálfstæðismenn vilja frekar fara í stjórn með VG en Samfylkingu. Óhætt mundi því vera að hjóla í framsóknarmenn og koma því svo fyrir að þeir treystust ekki í samstarf með VG og Sf. Þar með töldu þeir að þegar núverandi stjórnarsamstarf brysti væru þeir næstir í stjórnarsængina.
En skarpskyggni VG og pólitískt mat var rangt. Þeir töldu að illska nokkurra fótgönguliða í garð ISG væri nóg til að Sjallarnir teldu Sf ekki stjórntæka. Geirharður var aftur á móti ekki í þessum hjólförum enda ekki í sama "armi" og Dabbastrákarnir og taldi sig ekki eiga neinna sérstakra harma að hefna á ISG. Því stendur það eftir að pólitiskt nef Steingríms spámanns og Ögga var að lykta af öfugum enda Sjallanna og því fór sem fór.
Þegar menn gera slík mistök og sýna slíkt jafnvægisleysiþá er von að menn spurji. Er mönnum treystandi fyrir landstjórninni sem ekki eru læsari á umhverfi sitt en þetta. Gera auka-atriði að aðalatriðum og halda að aukapersónur sögunnar séu þær sem að lokum sagan snýst um. Nei ég held að þeir kompánar Spámaðurinn og hans menn hafi gert þau mistök sem lengi verða í minnum höfð.
Hvað stjórnarmyndunina varðar þá held ég að jafnræði verði með flokkunum hvað áherslur og málefni varðar. Staða ISG í þessum viðræðum er mjög sterk vegna þess að ef upp úr slitnar er frumkvæðið úr höndum sjálfstæðismanna og ISG verðu þá sá aðili sem fær næst umboð til myndunar stjórnar. Því verða sjallarnir að slá verulega af og koma til móts við Sf í þeim málum sem Sf leggur áherslu á. Auðvitað verður Sf líka að slá af en samningstaða Sf og ISG ef góð og því ætti að geta komið upp á borðið sterk og öflug velferðarstjórn með áherslu á frjálslyndi og öflugt efnahagslíf. Auðvitað er innganga í Evrópusambandið lykillinn að velferðinni og bættu umhverfi atvinnuvegann og efnhagslífsins
19.5.2007 | 17:14
Maí-stjórnin
Áðan var þetta ömurlega lið C$$$$$ að vinaa FA bikarinn. Ekki það að mér er nokkurnvegin sama hvort liðið vann þennan leik - þannig séð. En manu er samt öllu skemmtilegra lið ef á heildina er litið og Mótorkjafturinn óþolandi persóna.
En að öðrum málum sem skipta meira máli en þessi leikur. Það er fæðing nýrrar ríkisstjórnar sem mun að öllum líkindum fæðast í maí og ætti því að fá þetta fallaega nafn Maí-stjórnin. Ef af fæðingunni verður má reikna með að þessi stjórn verði ein hin öflugasta og atorkumesta í sögunni. Í krafti mikils meirihluta og með öflugum félagshyggjuviðhorfum ætti hún að geta breytt miklu í lifi aldraðra, öryrkja, barna og fjölskyldna, skólafólks og síðast en ekki síst ef hún ber gæfu til að koma okkur inn í Evrópusambandið.
Að koma Íslandi inn í Evrópusambandið er líklega brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar á síðari tímum. Hagkerfið allt líður fyrir krónuna, skuldugir launþegar kikna undir oki ofurvaxta og einokunnar og krónan er að setja sjávarútveginn í verulega kreppu. Innganga í Evrópusambandið verður að komast á dagskrá þessarar ríkistjórnar og það sem fyrst. Forstokkuð viðhorf Davíðs Oddsonar og hans manna eru víkandi í Sjálfstæðisflokknum og framsækin og vitræn afstaða annarra sjálfstæðismanna í Evrópumálunum eiga nú vaxxandi fylgi að fagna. Sem betur fer.
Þó brýnt sé að huga að almennum velferðarmálum þá blikna þau í samanburði við þetta hagsmunamál alþýðu- og atvinnuvega þessa lands. Vonandi tekt Maí - stjórninni tilvonandi að vinna það mál og leiða til lykta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa